3.6.09

Gjafir og gjafalistar

Sæl öll saman

Nú er undirbúningur alveg á fullu og ekki seinna vænna því brúðkaupið er eftir rétt rúmar tvær vikur.

Margir hafa verið að velta fyrir sér hvað okkur vantar eða langar í í brúðkaupsgjöf. Við erum búin að skrá okkur á nokkrum stöðum og eigum örugglega eftir að bæta á listann.

Gjafalistar eru á eftirtöldum stöðum:
Búsáhöld í Kringlunni
Casa í Kringlunni og Skeifunni
Kokka á Laugavegi
Bókabúð Máls og menningar á Laugavegi
..Við eigum eftir að kíkja í Ikea og Elko þannig að það bætist kannski við líka.

Einnig er góð hugmynd að gefa gjafabréf á midi.is þar sem við höfum mjög gaman að því að fara í leikhús og á tónleika.

Svo erum við líka að safna okkur fyrir brúðkaupsferð sem við stefnum á í vetur.

Bestu kveðjur,
Eva Hrönn og Þór Vilhelm

1 ummæli:

  1. Katrín Guðmundsdóttir3. júní 2009 kl. 16:22

    Hæ elsku Eva Hrönn mín, til hamingju með afmælið þitt í dag.

    Bestu kveðjur,
    mamma

    SvaraEyða