11.6.09

Við kynnum... Veislustjórana okkar!

Veislustjórarnir okkar eru sko ekki af verri endanum.

Fyrstan ber að kynna:


Guðmundur Guðnason, systir hans kallar hann Mumma og sumir kalla hann Gumma. Hann er tölvunörd, tveggja barna faðir í Garðabæ, , fyrrum vinnufélagi brúðgumans, maraþon sigurvegari, hefur lifað í fjörutíu ár samtals og er jafnframt uppáhalds bróðir brúðarinnar.

og síðast en ekki síst er það:


Laila Sæunn Pétursdóttir sem ótrúlega sæt skvísa. Hún er markaðsfræðingur, hefur áhuga á hestum og útiveru, hefur stækkað um meter síðan hún fæddist, er skipulagðasta stelpa sem við þekkjum og ein sú skemmtilegasta enda er hún vinkona okkar og sálufélagi.

Gott er að hafa samband við þau ef vakna einhverjar spurningar varðandi veisluna í Hlégarði. Þau hafa umsjón með dagskrá og tæknibúnaði í salnum. Þau ætla líka að skutla öllum heim eftir partýið.....nei djók :)


Tengiupplýsingar:

Guðmundur
Sími: 898 3131
Netfang: gg(hjá)mf.is

Laila
Sími: 693 0175
Netfang: lailapetursdottir(hjá)yahoo.co.uk

3.6.09

Gisting fyrir brúðkaupsgesti

Fyrir þá sem vilja gera sér dagamun og gista á nágrenni við Hlégarð að veislu lokinni þá höfum við fengið frábært tilboð hjá Hótel Laxnesi sem er í göngufjarlægð frá Hlégarði (2 mínútna labb) Endilega hafið samband við hótelið og pantið ykkur gistingu, fyrstir koma fyrstir fá. Heimssíðan þeira er hér og síminn er 566 8822.

Einnig eru tjaldstæði rétt hjá Hlégarði fyrir þá sem huga á að gista í tjaldi, tjaldvagni, fellihýsi eða hústjaldi og vitum við nú þegar af nokkrum sem ætla að nýta sér tjaldstæðið.

Sjáumst, Eva og Þór

Um athöfnina í Heiðmörk

Séra Hjörtur Magni Fríkirkjuprestur mun gefa okkur saman í Heiðmörk kl 16:00

Eins og þið vitið þá verður athöfnin úti í náttúrunni og við erum búin að panta sól og blíðu. Fyrir dömur þá er gott að vita að athöfnin er á grasi þannig sniðugt væri að vera með aukaskó í Heiðmörk til að spara hælana ;)

Ef það verður rigning þá er óbreytt plan og regnhlífar og partýtjald bjarga málunum.

Ef það verður rigning ooog rok þá verður plan B - Látum vita af því síðar.

Gjafir og gjafalistar

Sæl öll saman

Nú er undirbúningur alveg á fullu og ekki seinna vænna því brúðkaupið er eftir rétt rúmar tvær vikur.

Margir hafa verið að velta fyrir sér hvað okkur vantar eða langar í í brúðkaupsgjöf. Við erum búin að skrá okkur á nokkrum stöðum og eigum örugglega eftir að bæta á listann.

Gjafalistar eru á eftirtöldum stöðum:
Búsáhöld í Kringlunni
Casa í Kringlunni og Skeifunni
Kokka á Laugavegi
Bókabúð Máls og menningar á Laugavegi
..Við eigum eftir að kíkja í Ikea og Elko þannig að það bætist kannski við líka.

Einnig er góð hugmynd að gefa gjafabréf á midi.is þar sem við höfum mjög gaman að því að fara í leikhús og á tónleika.

Svo erum við líka að safna okkur fyrir brúðkaupsferð sem við stefnum á í vetur.

Bestu kveðjur,
Eva Hrönn og Þór Vilhelm