21.2.09

Brúðkaupsblogg fer í loftið

Velkomin vinir og fjölskylda á brúðkaupsblogggið okkar.

Hér ætlum við að setja inn allar helstu upplýsingar um brúðkaupið okkar í sumar. Hér verða nánari upplýsingar um staðsetningu, tímasetningar, gjafaóskir og einnig verða hér upplýsingar á ensku fyrir vini okkar erlendis frá sem ætla að heiðra okkur með nærveru sinni.

Í skrifuðum orðum eru ekki allir búnir að átta sig á því það erum við sem erum að fara að gifta okkur. Við sendum nefnilega út nafnlaus boðskort til flestra boðsgesta til að stríða smá og vekja forvitni um það hvað væri að fara að gerast. Í kortinu stóð að það væri eitthvað rómantískt að fara að gerast helgina 20-21 júní og að fólk ætti að merkja við á dagatalinu. Þó nokkrir eru búnir að átta sig en þó ekki allir. Að sjálfsögðu munum við svo senda út formleg boðskort til allra áður en langt um líður.

Endilega kastið til okkar spurningum
ef það er eitthvað sem þið viljið vita.

Þangað til næst,